Samsetning
Næsta vers var að fara að setja bílinn saman. Mikið af hlutum til samsetningarinnar voru nú þegar fullkláraðir og tilbúnir til ísetningar. Þannig þurfti ekki jafnóðum að vera að gera upp smáhluti úr bílnum um leið og það vantaði að fara setja þá í. Þetta gerði samsetningu hraða og skemmtilega vinnu sem tók ekki svo langan tíma ef út í það er farið.
Fyrsti hluturinn sem skrúfaður var í nýmalaða yfirbygginguna var þessi samsláttarpúði fyrir afturdrifið. Samsetning bifreiðarinnar var hafin.
Næst var að koma fyrir drifinu.
Og hlutirnir gengu hratt næstu daga, enda samsetning oft mjög skemmtileg.
Hér var bíllinn alveg að verða gangfær.
Er hér var komið sögu var farið að þekkjast á honum svipur.
Mælaborðið tók á sig mynd.
Ok hægt og rólega fóru mublurnar að týnast í bílinn......
... og á hann að myndast bifreiðarútlit með auknum hluta boddyparta.
Ljósin og merkin voru komin á sinn stað.
Og hurðirnar voru því næst settar á sinn stað.
Óðum þróaðist útlitið í það sem verða vildi.
Hér er framstykkið komið í.
Hér er verið að setja hurðarlistana á bílinn.
Hér er glerjun í gangi og stjarnan glóir af flassinu rétt eins og bíllinn sé að blikka okkur að fengnum nýjum lífsneista. Er þetta kanski bíll með sál?
Í vélarsalnum er allt að verða klárt. Eingöngu er eftir að tengja miðstöðina.
Að innan eru nokkur handtök eftir, en þim fækkar óðum.
Hér er hann farin að líta nokkuð bílslega út ekki satt?
Og svona leit hann út eftir helgina 15-17 apríl 2005.
Hér er verið að setja afturstuðarann á.
Lokahnikkurinn var að þrífa bílinn allan. Þessi mynd er tekin daginn fyrir Skoðunardag Fornbílaklúbbs Íslands 2005, daginn sem bílnum var fyrst ekið í umferð og frumsýndur almenningi að lokinni uppgerð.
Þessum kafla er lokið.
Áfram í myndagalery
Forsíða
|