Sprautun og undirvinna
Að lokinni ryðbætingu á boddyskel var ráðist í að undirbúa málun og að mála undirvagn og bílinn að innan,

Hér er innra rými farangurshólfsins að verða tilbúið

Búið að fylligrunna í vélarhúsi

Settur var grjótmassi á botninn, líkum þeim sem notaður var í upphafi

Það var líka sett svona hér að innan.
Hvernig á bifreiðin svo að vera á litinn?
Þá var að hefjast handa við að mála. En hvernig á hann að vera á litinn?Nú fór í gang mjög mikil og erfið hugsun um liti og prófanir á hinum ýmsu litum sem í boði voru á þeim tíma sem bíllinn var framleiddur. Upphaflega var bíllinn grár. Það var einskonar öskutunnugrátt eða svona svipað og bíllinn hefði bara verið glærlakkaður yfir grunninn á honum. Mér fannst það eiginlega ekki fallegur litur og var því ekki með einbeittan vilja til að nota þann lit á bíllinn aftur. Ég tók því þá ákvörðun að reyna að velja honum lit sem mér þætti fallegur úr litakorti frá 1955.
Svo fann ég lit sem ég var nokkuð sáttur við, Ég hafði reyndar lengi haft í huga að setja á bílinn og var eiginlega búinn að ákveða að hafa hann svoleiðis áður en að ég vissi um sögu bílsins. Vegna sögunnar fékk ég smá bakþanka á að hafa hann grænan, en ég varð samt að taka tillit til þess hvað mér þætti fallegt, þetta væri jú eitt sinn minn bíll. Þrátt fyrir miklar legur yfir þessu máli og heilabrot um hvað til bragðs skyldi taka varð liturinn sem ég valdi dökkgrænn og heitir á frummálinu "Dunkelgrün" og er litarnúmerið DB-221. Hann kom fyrst á þessum bílum í janúar árið 1955 sem sérlitur gegn aukagjaldi. En hvernig var hægt að átta sig best á því hvernig hann færi svona bíl?
Ég ákvað því að gera svona einskonar "fyrir og eftir" próf á módelbílum í mælikvarðanum 1:18. Ég átti tvo svona bíla, einn gráan og annan svartan. Ég tók svarta bílinn og einfaldlega málaði hann grænan til að sjá hvernig liturinn sem mér þætti svo fallegur kæmi út þegar hann væri kominn á svona bíl. Þetta kom bara mjög vel út og því varð ákvörðunin endanleg.

Grái liturinn

Módelið sprautað

Módelið orðið grænt og búið að setja það saman
Byrjað að mála

Hér er búið að gefa yfir undirvagninn og inn um allt.

Farangurshólf á Mercedes-Benz bílum er alltaf svart að innan.

Allri málningarvinnu fylgir að það þarf aðeins að sparsla í. Hér er önnur afturhurðin.

Áður en farið er að mál hluta bílsins þarf að setja hann allan saman.

Það er til að ekki komi upp vandamál við samsetningu þegar búið er að sprauta.

Allt verður að passa og ekkert má rekast saman. Og svo er að rífa þetta sundur aftur.

Hér er boddyið svo fullmálað. Myndin er tekin á sýningu Fornbílaklúbbsins.

Hér er svo vinna við spörslun á lausu hlutunum hafinn.

Skipt var um skottlok og sett nýtt lok sem aldrei hafði verið á bíl áður.Þegar það er keypt nýtt lok á svona bíl eru bara göt fyrir læsingu og stjörnu. Hin götin þarf að búa til og hér að ofan er verið að vinna þá vinnu.

Þegar allt hafði verið sprautað var ráð að fara að raða saman.
Þessum kafla er lokið.
Áfram í kafla um samsetningu
Forsíða
|