Vél og drifbúnaður

 

Vél og gírkassi

Eins og fram kemur í sögukaflanum á heimasíðu þessari vann fyrri eigandi Erlingur Ólafsson nokkurn hluta af uppgerð bílsins. Þess á meðal var uppgerð á vél og gírkassa. Hann skipti um höfuð- og stangarlegur. Skipt var um stimpla og að sjálfsögðu stimpilhringi ásamt því sem ventlar áttu að hafa verið slípaðir. Skipt var um legur í gírkassa og allar þéttingar (pakkdósir). Þvi miður eru engar myndir til af þessu uppgerðarferli en meðfylgjandi eru myndir af vélinni og gírkassanum. Hvorutveggja átti að vera tilbúið til ísetningar enda átti vinnan á þessum hluta uppgerðarinnar vera nokkuð vönduð. Vélinni hafði verið snúíð reglulega og ögn af olíu bætt í brunahólf hennar samtímis til að hún varðveitist sem best fram að notkun. Þetta leit því allt mjög vel út.

Vélin tekin úr geymslu og sett í bílinn

 

Vélin hafði nokkuð látið á sjá í geymslunni og meðal annars hafði úðast yfir hana málning. Hún var því öll tekin og máluð upp á nýtt og hlutar utaná henni voru gerðir upp eins og dínamór, startari og vatsdæla, en legur og fóðringar voru orðnar uppþurrar og ónýtar af langri stöðu og notkunarleysi. Þvi miður glötuðust myndir af þessu ferli þar eð óprúttinn aðili af götunni náði að stela myndavélinni minni um það leiti er ég ætlaði að fara að vista myndirnar inn á tölvuna mína. Þessi mynd af vélbúnaðinum eftir ísetningu verður því að duga.

 

 

Þegar bílinn var kominn í gang í fyrsta skipti gekk illa að fá vélina til að ganga rétt. Erfitt vara að stilla ventla rétt og í þeim var fullmikið hljóð. Einnig átti vélin það til að koka og vera leiðinleg. Margir samverkandi þættir voru taldir valda þessu og þegar ýmislegt hafði verið reynt til að laga eitthvað af þeim leit út fyrir að vélin væri í fína lagi. Bílinn var því settur á götuna. Þá kom í ljós algert kraftleysi við vissar aðstæður og fyrstu 500 kílómetrarnir voru líkir martröð. Ekkert gekk að finna hvað var að og allar tilraunir til að laga þetta heppnuðust ekki. Kveikjudrifið, sem er sambyggt smurdælu hafði líka ekki verið rétt settur í vélina og það þurfti að laga með því að taka dæluna úr og setja hana í aftur. Ég vissi líka af því að tímakeðjan og strekkjarafjaðrir voru ónýtt og því þurfti líka að endurnýja það. Því var ákveði að taka vélina úr, opna hana og leita í leiðinni innvortis í henni að ástæðu þess að gangurinn gæti verið svona. Þá kom í ljós að ventlastýringar í vélinn voru gjörónýtar og ventlarnir ekki félegir heldur. Var nokkuð ljóst að þessu hafði verið sleppt við uppgerð og því var þetta tekið í gegn og lagað. Í leiðinni var gírkassinn opnaður og skipt um legur í honum, en eitthvað af þem höfðu ekki verið að sætta sig við langa stöðu og var farið að heyrast í þeim hljóð. Hér eru myndir af endurupptektinni.

 

Vélin komin úr

 

Verið að laga vélina

 

Vélin sett í aftur

-------------------------------------------------------------------------------------------

Frambitinn

 

Hér er frambitinn kominn undan og verið að taka hann í sundur

 

Hér eru þeir hlutar sem farið var með í sandblástur.

 

Og hér er svo bitinn kominn undir uppfóðraður, nýmálaður og fínn. Ferlismyndir af þessari uppgerð glötuðust einnig með myndavélinni.

------------------------------------------------------------------------------------------

 

Drifið

 

Drifið var upphaflega tekið úr til að skipta um hosurnar á því og gúmmífóðringarnar sem halda því undir bílnum.

 

Hvað ertu búinn að gera karl? Aðstoðar "bifvélavirkinn" var ekki hress!

 

Æ heldur er þetta nú farið að verða lélegt.

 

Hér er hásingarstífan eftir að hún var löguð.

 

Já hreinsa smá af gumsi. Kanski ætti maður að mála þetta?

 

Eða rífa þetta bara allt í sundur. Endirinn varð sá að taka þetta allt í parta.Bremsukjálkana og plattana þurfti að sandblása og það var einnig vitað aðsennilegast væri best að skipta um allar pakkdósir og bremsudælurnar líka.

 

Hér er búið að sandblása og grunna nokkra hluta úr og við afturöxulinn

 

Og hér er svo afturöðullinn farinn að líta út eins og nýr.

(Ekki er búið að setja hásingarstífurnar á drifið á þessari mynd)

 

Við uppgerðarferlið á drifinu var nokkuð ljóst að drifið væri pínu slitið. Á þeim tímapúnkti var ekki hægt að fá neina varahluti til að laga það. Því var það sett saman og sett í bílinn. Þegar bílinn var kominn á götuna var nokkuð ljóst að öfluga leit yrði að gera að varahlutum í það því það var full hávært. Þeir fundust á ebay.de og hér er verið að byrja að taka það úr til að gera við það, setja í það nýjar legur og nýjan kamb og pinnjón.

 

Hér er drifkúlan komin í sundu og sjá má nýju og gömlu hlutina.

 

Ég fékk Magnús bróður minn til að hjálpa mér við að setja drifið saman. Ástæðan: Jú hann hafði gert þetta a.m.k. hundrað sinnum en ég eitthverra hluta vegna aldrei. Þar sem það er nú ekki tekið út með sældinni að finna í þetta varahluti var ekki um að ræða að taka neinn séns á eitthverju byrjendaklúðri. Hér er Maggi einbeittur við þetta nákvæmnisverk.

 

Og hér er svo drifið komið í aftur og nú var það alveg eins og nýtt að utan sem að innan.

 

Þessum kafla er lokið.

Áfram í kafla um innréttingu

Forsíða

 
Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

Mercedes-Benz klúbbur Íslands

  runar@stjana.is