Ýmislegt smálegt Hér eru svona ýmis atriði sem líka þurfti að gera.
Spurning um að finna bílinn ! Við upphaf uppgerðarinnar var farið í að finna og flokka alla hlutina úr bílnum. Bíllinn hafði allur verið rifinn í sundur og ekki annað hægt en að ljósrita bara varahlutabókina og flokka alla hlutina í kassa eftir henni. Þannig var auðveldast að átta sig á hvað vantaði og þá líka hvað vantaði ekki. Á myndunum hér að neðan má sjá hillur sem kassarnir voru settir í. Til vinstri í hillunum eru hlutir sem fara eiga í bílinn, en til hægri eru aukastykki sem einnig er búið að flokka eftir sama kerfi. Hér að neðan er líka mynd af flokkuðum hlutum í einum kassanum.
Felgur og dekk
Felgurnar voru orðnar dálítið lasaralegar. Slípa varð hnoðin sem halda hjólkoppahringnum á felgunni og taka hringinn af áður en hægt var að fara með felgurnar og láta sandblása þær.
Þegar búið var að blása felgurnar kom í ljós fullt af smáholum þar sem ryðblettir höfðu verið á felgunum. Þessir blettir hafa engin áhrif á styrk felgnanna en eru hinsvega líti á þeim ef ekki væri sparslað í þá. Til vinstri er búið að draga í felgu og verið er að vinna í að pússa sparslið niður. Það er mikil og tímfrek vinna að sparsla í felgur ef það á að vera vel gert. Það þarf bara að fylla smáholurnar og það má alls ekki hlaða upp eithverjum búnka af sparsli í þær. Slíkur hleðsluköggull færi bara úr í fyrstu ökuferð. Til hægri er felgan grunnuð og tilbúinn til málningar. Og hér er svo verið að mála felgurnar og setja festihring fyrir hjólkopp á. Rafkerfi Það er hverjum fornbíl nauðsynlegt að hafa góðan rafgeymi. Ekki er síður mikilvægt að rafgeyrmirinn sé af réttri stærð og að hann passi í bílinn. Í dag er ekki mikið úrval af 6 volta geymum hjá rafgeymasölum þessa lands og enginn af þeim átti geymi sem var ásættanlegur miðað við þær forsendur um stærð sem uppgefnar voru af Mercedes-Benz. Hjá Bílanaust fannst hinsvega maður sem var allur að vilja gerður til að leysa þetta mál og fletti bókum fram og aftur. Endaði hann á að fara inn á vefsíður tveggja af þeirra birgjum til að kanna málið frekar. Niðurstaðan var sú að Banner-Batterien framleiddi enn réttan rafgeymi í bílinn minn sem á að vera 84Ah. Málsetningar hans pössuðu meira að segja alveg upp á hár. Að endingu var ákveðið að þeir Bílanaustmenn myndu pannta þennan geymi og var hann ótrúlega snöggur að koma, og hvað haldið þið? Haldið þið ekki að það hafi komið svona gamaldags tjörugeymir með ísoðnum sellum rétt eins og allir geymar voru í gamla daga. Þetta var 100% árangur hjá Bílanaustmönnum og ég var að vonum rosalega ánægður með þetta einstaka afrek. Takk fyrir frábæra þjónustu.
Til stóð að gera lagfæringar á rafkerfi bílsins en þegar á hólminn var komið reyndist það mikið og mjög tímafrekt verk og óvíst með afgerandi góðan árangur. Því var ákveðið að taka upp budduna tæma úr henni eins og 110 þúsund krónur og hætta að hugsa um þær meir. Hér er mynd af herlegheitunum við komuna til landsins. Verksmiðjunúmer og upplýsingaplötur Hér var eitt vandamál, sem ekki virtist ætla að verða auðvelt að finna lausn á. Þetta olli miklu hugarangri.
Þar til að þeir í Stimplagerðin í Selmúlanum bauðst til að skoða málið pínu. Lausnin var alveg toppvinna á hóflegu gjaldi. FRÁBÆRT!
Bensíntankur
Þessum kafla er lokið.
|
|
---|
Mercedes-Benz klúbbur Íslands |
runar@stjana.is |
---|