Saga bílsins

 

Bíllinn nýr að Flögu í Vatnsdal.

Bíll þessi er einn af 17,704 bílum sem framleiddir voru af þessari gerð árið 1955. Hann var upphaflega fluttur inn af Ræsi hf. Fyrir konu að nafni Olga Magnúsdóttir. Olga var fædd 7 febrúar 1921 að Flögu í Vatnsdal þar sem hún ólst upp. Hún fluttist síðar til Reykjavíkur ásamt móður sinni og bjuggu þær að Tjarnargötu 10d um árabil.  

Olga Magnúsdóttir

Um fermingu fékk Olga mænuveiki og uppskar lömun í fótum þá sérstaklega þeim vinstri. Hún átti erfitt með gang og var mjög stirð sökum lömunar sinnar. Á þrítugsaldri fór hana að langa til að eignast bíl til þess að hún gæti ferðast og farið sinnar leiðar án þess að vera uppá aðra kominn. Hún fékk vinnu hjá Prófesor Snorra Hallgrímssyni skurðlækni á stofu hans að Sóleyjargötu 6 við símsvörun og önnur tilfallandi störf.

Fyrir utan stofu Snorra Hallgrímssonar skurðlæknis að Sóleyjargötu 6.

Með starfi þessu gafst henni tækifæri til að safna sér peningum til þess  að kaupa bíl, en hún afþakkaði alla aðstoð í þeim málum sem henni var boðin. Hún sagðist ætla að eiga þennan bíl ein og vinna fyrir honum sjálf. Móðir hennar bauð ítrekað fram stuðning og lánsloforð til Olgu en hún þáði ekki að fá bílinn fyrr en hún ætti alveg fyrir honum óstudd, en það særði móður hennar að hún skyldi ekki þiggja hjálp.

Móðir Olgu

Svo kom að sjóðir Olgu voru nægir til að velja sér bíl. Eftir miklar skoðanir á því sem í boði var, valdi hún þessa gerð af bíl á fyrstu bílasýningu sem haldin var á Íslandi í KR heimilinu við Frostaskjól árið 1954. Eitthvað vantaði smá af aurum til viðbótar og svo fór því að bíllinn var ekki pantaður fyrr en snemma árs 1955. Bíllinn er samkvæmt upplýsingum úr bifreiðaskrá nýskráður þann 13. júní 1955.

Bíllinn var fáanlegur sérútbúinn fyrir hana Olgu frá Þýskalandi og kom  upphaflega þannig útbúinn til landsins. Hún lærði að keyra eftir að bíllinn var komin og þá á hann sjálfan, enda gat hún ekki ekið öðrum bílum. Hún notaði bílinn mjög mikið, fór á honum til vinnu og einnig nokkrar ferðir norður í Vatnsdal að heimsækja skyldmenni sín.

Hjá skyldmennum að Flögu í Vatnsdal.

Sagt er að hundurinn á bænum Flögu hafi alla tíð gellt og gjammað af miklum eldmóð á alla bíla nema þennan. Þegar Olga kom á Benzanum þekkti hann hljóðið langar leiðir, settist á hól utan við bæinn og dillaði rófunni af eftirvæntingu. Bíllinn var alla tíð þjónustaður af Ræsi hf á meðan hann var í notkun Olgu og kunni hún alla tíð vel við samskipti sín við Ræsismenn.           

Olga um 1970                     

Olga átti þennan bíl allt til þess dags er hún fell frá 23. ágúst 1977. Eignaðist þá systir hennar, Elsa, bílinn, en hún vissi aldrei hvað hún ætti að gera við hann enda ekki með bílpróf og gat því ekki notað hann. Hún treysti sér ekki til að læra á hann og því stóð hann óhreyfður í heilt ár í Tjarnargötunni og drabbaðist niður.          

Tjarnargatan að vetrarlagi eitthverntíman eftir 1970

Elsa ákvað við svo búið að henda bílnum því að þá færi hann sömu leið og systir hennar, þ.e.a.s. yfir móðuna miklu. Hún fékk menn til að taka hann í burtu þar sem hann stóð og láta hann nú hverfa. Það kom Elsu mjög á óvart á vordögum árið 2002 þegar fyrst var haft samband við hana vegna sögu bílsins að bíllinn skyldi ennþá vera til, því hún stóð alla tíð í þeirri meiningu að honum hefði verið fargað.    

Á skrifborði í svefnherbergi Elsu geymdi hún mynd og lítinn leikfangabíl til minningar um Olgu systur og bílinn hennar. 

Á síðustu stundu rétt áður en hann hvarf yfir móðuna miklu bjargaði Erlingur Ólafsson blómabóndi í Mosfellsdal bílnum og kom honum á hús. Upphaflegur tilgangur með því að hyrða bílinn var að rífa hann í varahluti. Erlingur geymdi bílinn lengi og reif hann aldrei. Nokkuð mörg ár liðu og áður en varði hóf hann að taka hann í sundur í þeim tilgangi að gera hann upp. Erlingur kláraði nokkra hluta uppgerðarinnar á árabilinu 1993-95 en seldi þá Steingrími E Snorrasyni bílinn.

Steingrímur ásamt Ragnari Geirdal héldu áfram við ýmissa hluti sem gera þurfti upp, m.a. lausa boddýhluti, rúðuvindur o.fl. Árið 1999 lét  Steingrímur þennan bíl sem greiðslu upp í hluta kaupverðs á  Mercedes-Benz 180a árg 1959 sem allur hafði verið tekinn í gegn af mér sem nú á og er að gera þennan bíl upp.  Með þeim viðskiptum var nokkuð ljóst að næsta uppgerðarverkefni mitt yrði þessi merkilegi Mercedes-Benz bíll hennar Olgu sálugu.

Við upphaf uppgerðar leit gripurinn svona út.

Það var töluvert mikið starf sem lág fyrir við uppgerð þessa bíls. Hann var í raun bara ruslahrúga sem flest óbilað fólk hefði talið haugamat og ekkert annað. Vinna við boddýskel var ekkert annað en ögrun og í raun óðs manns æði að leggja út í þá vinnu. Hvar sem ökutækið var skoðað var um að ræða eyðileggingu sem tímanns tönn hafði bara leyst ágætlega að hendi, ef þannig má að orði komast. Hvert einasta stykki í bifreiðinni þurfti á gagngerri endurbyggingu að halda og það sem fram að þessu hafði verið lagað þarfnaðist líka eitthverrar yfirferðar fyrir ísetningu.

Hér á þessari heimasíðu er rakinn í máli og myndum uppgerðarsagan frá fyrsta degi til loka hennar. Byrjað er á ýmsum atriðum sem í upphafi þurfti að skoða og haldið stig af stigi í átt að samsettum bíl sem var endurskráður í maí 2005, eða rétt fyrir fimmtugsafmæli bílsins. Frásögnin er kanski ekki alveg í réttri tímaröð miðað við raunveruleikan, en svona var bara auðveldast að setja hana upp og skipta henni í kafla.

Rúnar Sigurjónsson

 

 

Þessum kafla er lokið.

Áfram í kafla um ýmislegt

Forsíða

 
Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

 

 

Saga bílsins í máli og myndum

Ýmislegt sem líka þufti til

Vélbúnaður, gírkassi og drif
Innrétting og klæðning
Yfirbygging, ryðbæting
Sprautun og undirvinna
Samsetning
Myndasíða, Saga að lokinni uppgerð

 

 

 

Mercedes-Benz klúbbur Íslands

  runar@stjana.is