Innrétting
Það má heita að allt innan úr bílnum hafi veri gersamlega ónýtt og ekkert annað var við það að gera en endurnýja það allt.
Svona leit framsætið til að mynda út áður en það var tekið úr bílnum.
Hér er betri mynd af því þegar búið var að taka það úr.
Og þetta er sessan að framan.
Svona litu hurðarspjöldin og stafklæðningarnar út.
Ekki var þetta glæsilegt þegar þetta fór í klæðningu.
Hér er verið að setja toppinn í bílinn, en hann var endursaumaður eins og allt hitt úr innréttingu bílsins.
Hér má svo sjá uppklædd sæti og spjöld þegar þetta var komið í bílinn.
Klæðning á mælaborði og borðar meðfram hurðum var allt endurnýjað. Svo voru saumuð í hann teppi, en gólfmotturnar sem í honum voru, voru gersmlega ónýtar og varla til af þeim neinar leifar.
Þessum kafla er lokið.
Áfram í kafla um yfirbyggingu
Forsíða
|