Bílar sem ég átti eitt sinn
Hér er aðeins farið yfir brot af þeim bílum sem ég hef eitthverntíman átt og er búinn að selja. Þessi síða verður uppfærð svona eins og kostur gefst, en ætlun hennar verður aldrei að vera tæmandi listi. Nánar má fræðast um suma bíla með því að smella á myndina, eða nánar tiltekið þá bíla sem merktir eru (sjá umfjöllun).
Mercedes Benz 180 árgerð 1955 (Öl-kassinn) í minni eigu 1999-2009 (smellið á mynd til að sjá umfjöllun)
Mercedes-Benz 250 árgerð 1970 (Litleysinginn) í minni eigu 2006 - 2009 (smellið á mynd til að sjá umfjöllun)
Mercedes-Benz 200 árgerð 1984. Átti frábæran efnivið í flottan fornbíl í rúmt ár og seldi Gunnari Má Gunnarssyni, GMG
þennan bíl ílok árs 2010 og hann lét sprauta hann og gera hann eins og nýjan.
Mercedes-Benz 300GD árgerð 1982 (Klaus Hergesheimer) Eignaðist þennan bíl í því ástandi sem hér sést í lok árs 2008 og kláraði mjög vandaða uppgerð á honum sumarið 2010. Seldi síðan Kára Steinari Karlssyni þennan bíl sumarið 2014. (smellið á mynd til að sjá umfjöllun)
Mercedes-Benz 814L árgerð 1989. Þennan bíl flutti ég inn frá Þýskalandi í árslok 2015. Ég leitaði mikið að sniðugum bílaflutningabíl svona gömlum, en gekk illa af finna góðan bíl. Eftir töluverða leit að raunhæfum kosti ákvað ég að kaupa þennan grindarbíl og ætlaði mér bara að byggja sjálfur á hann bílaflutningapall. Þegar hann var rétt kominn til landsins þá mátulega fann ég annan bíl út í Þýskalandi, sem var nokkuð eins og ég vildi hafa hann, tilbúinn með palli og öllu saman. Ég seldi því þennan bíl og keypti hinn bílinn til að flytja hann inn.