Mercedes-Benz 308D árgerð 1990 gerður upp

Forsíða

Á þessari síðu er rakin ævi og uppgerðarsaga á gömlum Benz sendiferðabíl, en ástæða þess að það var ákveðið að ráðast í það viðamikla verkefni að gera upp þennan bíl var að þessi gerð bíla var á sinni tíð einn algengasti sendibíll á Íslandi. Örlögin hafa hinsvegar hagað því svo að þeir eru allir horfnir og þau örfáu eintök sem eftir eru þjóna í dag sem húsbílar. Hér náðist þó að bjarga heillegu eintaki sem ekki hafði verið breytt í húsbíl, þó svo að það hafi á tímabili staðið til af sumum fyrri eigendum bílsins. Vissulega var aldur og útistaða búinn að setja svolítið mark sitt á gripinn, en þetta var þó eitthvað til að byggja á í þeim tilgangi að bjarga einum svona fulltrúa af atvinnutækjasögu íslendinga.

 

Byrja á fyrstu síðu uppgerðarsögunnar

Þetta er forsíðan

 

Í upphafi

Yfirbygging

Sprautun

Vélbúnaður

Eitt og annað, innrétting

Samsetning

Saga

Að endingu

Síðast uppfærð 17.7.2017, Uppfæslur má finna í köflunum Yfirbygging og Eitt og annað.

 

© Einstakir bílar