Mercedes-Benz 308D árgerð 1990 gerður upp

Markmið

 

Það er nú alltaf nauðsynlegt að setja sér markmið. Markmiðið með uppgerð þessa bíls er að gera hann eins upprunalegan og sem líkastan því að hann sé bara nýr bíll. Eftirfarandi eru myndir sem teknar eru úr upprunalegum sölubæklingum frá þeim tíma þegar þessir bílar voru seldir nýjir. Spennandi verður að sjá hversu vel tekst til við að ná markmiðunum.

Markmiðin eru eftirfarandi

Bíllinn var rauður. Hann verður áfram rauður

Bíllinn var sendibíll til að flytja vörur. Hann verður áfram sendibíll sem hægt verður flytja vörur með.

Innréttinginn var upprunarleg. Henni verður haldið eins upprunalegri og varahlutir frá Mercedes-Benz bjóða upp á.

Klæðning í afturrými verður öll endurnýjuð.

Mælaborðið var ósjúskað og ekki skemmt. Það verður áfram sama mælaborð. Sætaáklæðin voru skemmd. Þau verða endurnýjuð með þessari yngri gerð af áklæði, en ég rétt svo náði að tryggja mér síðustu eintökin af slíku áklæði. Gírstöngin verður uppfærð í þá sem sést þessari mynd.

Það er alltaf gaman að halda utan um nýtt og óslitið stýrishjól. Það er búið að kaupa nýtt stýrishjól.

Það var svona þil í bílnum. Það verður sett svona þil í bílinn / Klæða á afturhurðar með svona upprunalegum spjöldum.

Það var svona rennigluggi í þilinu. Það er búið að kaupa svona renniglugga í þilið.

Það er ætlunin að klæða svona gólf og hliðar í upprunalegu útliti.

270 gráðu afturhurðaopnun og upphár hurðir með glugga voru á bílnum. Það verður svoleiðis áfram.

Svona þrep var á bílnum nýjum. Það er búið að kaupa svona þrep. Líklega verður einnig bætt við dráttarkúlu, en það er til ný svoleiðis.

Það var upprunaleg vél í bílnum. Það verður upprunaleg vél í honum áfram.

Vélasalurinn var eitt sinn svona snyrtilegur. Hann verður gerður eins snyrtilegur eins og fáanlegir varahlutir bjóða upp á.

Allir undirvagnshlutar voru málaðir og snyrtilegir. Þeir verða málaðir og gerðir snyrtilegir.

Samsetningin verður eflaust skemmtileg með mikið af nýjum hlutum sem búið er að kaupa, þó aðstæður og mannfjöldi verði kanski ekki alveg eins og upphalega var í verksmiðjunni þegar bílinn var smíðaður.

 

Þessi kafli er fullsmíðaður.

 

Fara á fyrsta kafla uppgerðarsögu

Til baka á forsíðu

 

Í upphafi

Yfirbygging

Sprautun

Vélbúnaður

Eitt og annað, innrétting

Samsetning

Saga

Að endingu

Síðast uppfærð 23.12.2016

 

© Einstakir bílar