Mercedes-Benz 308D árgerð 1990 gerður upp

Vélbúnaður

Vél og gírkassi virkaði fínnt og bíllinn virtist mjög óslitinn að keyra hann. en eitthver hljóð voru samt í drifbúnaði sem búið var að greina að kæmi frá drifskafti og upphengju frekar en drifinu sjálfu. Samt sem áður er rétt að yfirfara og mála þessa hluti þegar verið er að gera bíla upp með eins vönduðum hætti og til stóða að gera hér.

-----

Vélin

 

Svona leit mótorinn út þegar búið var að taka hann úr bílnum. Það var ákveðið að taka hana í sundur og skoða hana og skipta um heddpakkningu í henni. Af fenginni reynslu er 25 ára heddpakkning mögulega orðin léleg. Það reyndist rétt.

Búið að taka vélina í sundur. Hér er búið að hreinsa blokkina að utan og verið að undirbúa að mála hana. Ekki var nein ástæða til að taka úr henn stimpla eða opna legur (nema eina stangarlegu til að skoða) því ég hef aldrei opnað dísilvél sem var eins hrein að innan og þessi vél. Það sagði mér að smurolíuskipti höfðu klárlega verið unnin samkvæmt bókinni.

Búið að grunna hina ymsu hluta af vélinni.

Olíverkið var með þá bilun að ef vélin var komin á svolítinn snúning vildi hún ekki slá af og því þurfti að pína hana niður á hægagang með þvi að setja bílinn í háan gír. Þetta vandist og var ekki farið að há mér neitt við að keyra bílinn, en það var erfitt að útskýra þetta fyrir öðrum og full ástæða til að laga þetta. Þetta uppgerða olíuverk fannst á ebay.de.

Vélin að byrja að týnast saman eftir upptekt og yfirferð.

Alltaf gaman að setja bara nýtt.... hér af illri nauðsyn þó, því gamla pannan var brotin og lak olíu.

Ég veit að ventlalokið á ekki að vera svona svart. Það var hinsvegar svolítið tært og á þessum tímapúnkti ekki til hjá Benz. Mér finnst lokið fallegra svona svart svo ég bara prófaði að mála það þannig til að sjá hvernig það kæmi út. Mögulega skipti ég um það ef ég finn alveg nýtt og ónotað lok.

Svolítið verið að sérvitrast með það hvernig festingar líta út. Hér er búið að panta festirær og stillibolta fyrir olíuverkið nýtt, en glögglega má átta sig á út frá þessari mynd hvers vegna. Þetta kalla sumir pjatt, en svona dót er venjulega ekki mjög dýrt og setur klárlega sjarmerandi stíl og faglegan púnkt á uppgerðina.

 

Gírkassinn

Uppfærsla 28.2.2017

Svona leit nú gírkassinn út, skítugur og ljótur.

Enn hann var í fínu lagi og virkaði mjög vel. Það var búið að hlusta hann með bílinn í gangi inni á lyftu og ekki annað að heyra en að allar legur í honum væru í topplagi. Olían á honum var líka alveg eins og ný og því var ákveðið að vera ekkert að opna hann, heldur bara að taka allt utan af honum og mála hann og gera fínan.

Hér er búið að taka skiptiteinaverkið af kassanum.

Og hérna er búið að þrífa alla drullu og búið að slípa allan gírkassan með vírskífum, tilbúið til málunar.

Og hér er búið að setja epoxy grunn á kassann.

3

Hér er hann svo málaður í þessum fallega græna lit sem á honum var.

 

 

Þetta er staða verksins við síðustu uppfærslu. Meira síðar eftir því sem verkinu miðar áfram.

 

Áfram í næsta kafla

Til baka á forsíðu

 

Í upphafi

Yfirbygging

Sprautun

Vélbúnaður

Eitt og annað, innrétting

Samsetning

Saga

Að endingu

Síðast uppfærð 23.12.2016

 

© Einstakir bílar