Mercedes-Benz 308D árgerð 1990 gerður upp

Yfirbygging

Stæðsti hluti bílauppgerða er alltaf er ávallt yfirbygging eða svokallað boddý bílsins. Hreinsun þess viðgerð á ryði sem mögulega er komið í það og svo loks málun er hjallur sem erfiðast er að komast fram úr. Margir gugna á þessu stigi uppgerðar og þess vegna er því oft haldið fram að ef menn ná að klára að láta mála bílinn að þá nái menn nú oftast að klára alla uppgerðina. Þetta hefur alltaf reynst mér erfiðasti kafli uppgerða á þeim bílum sem ég hef endurbyggt.

 

16.mars 2016 skrifaði ég á Facebook síðu mína "hver ætlar að mála hann fyrir mig þegar ég er búinn að ryðbæta hann?" Það kom ekkert vitrænt svar. En það var seinni tíma vandamál. Nú var að hefjast handa við að rífa þetta allt í sundur.

 

Framendinn og hurðar komið af.

Búið að taka vél og gírkassa úr bílnum líka

Ég fékk Bjarna vin minn til að reyna við að ná techtyl neðan af botninum á honum. Þetta vann ekkert á honum.....

..... en bjó til eitthvað af götum á botninn sem ekki var vitað um.

Þetta vissi ég að væri lélegt. Þetta var samt lélegra en ég hélt.

Hér er búið að hreinsa nánast allt innan úr bílnum.

Og hérna er búið að sandblása bílinn að hluta.

Mikilvægt er að grunna strax það sem er sandblásið. Hér er búið að gera það.

Þetta var fyrsta ryðbótin sem sett var í bílinn.

Þetta leit ekki vel út og þetta stykki var ekki lengur fáanlegt. Þá var bara að fara að smíða þetta upp.

Hér er búið að laga þetta gat með handsmíðaðari bót.

Og hér er búið að laga þetta beggja vegna.

Búið að gera við tröppuskápinn vinstra megin.

Kragarnir fyrir gírstangarhosurnar voru ryðgaðir úr gólfinu. Hér er búið að laga þá.

Hér er búið að gera við gólf í vörurými.

Hér er búið að taka ytri gringarbitann úr. Þessi biti var settur í bíla á einföldum afturhjólum til að hægt sé að hafa fjaðrirnar utar en í burðarmeiri bílum sem koma á tvöföldum afturhjólum (með fjögur dekk að aftan í stað tveggja).

Sérviskan að ná tökum á verkefninu. Eitthverra hluta vegna komu þessar styrktarplötur ekki í nýja bitanum og því fannst mér að það þyrfti að smíða þær í nýja bitann. Niðurstaðan varð þó að skera þær úr gamla bitanum. sandblása og hreinsa þær vel upp og hreinlega bara þannig færa þær á milli. Sérlundun getur stundum verið dáð....HEHE

Og hér er nýji bitinn kominn á sinn stað í bílinn.......

......og búið að sjóða hann fastann.

Annað sjónarhorn.

Mikið magn af techtyl á botni bílsins var mikið vandamál. Sumir sögðu að ég ætti bara að láta þetta vera og laga bara bílinn. Það mætti bara marinera hann aftur að neðan með þessu efni og þá væri bíllinn bara mjög fínn. Ég hafði samt á tilfinningunni að það væri ekki rétt og þegar farið var að pjakka í þetta koma m.a. þetta í ljós.

Uppfærsla 28.2.2017

Hér er búið að sjóða í bíllinn og líma gluggastykkið undir framrúðunni. Þetta var alltaf í huga mínum eitthvað svo flókið og erfitt, en svo þegar þetta var komið í bílinn sá ég að þetta var ekkert flókið og erfitt, bara verkefni sem gekk ágætlega.

Hér er verið að smíða styrktarvinkla sem koma inn í grindarbitann ofan við afturfjaðrirnar að aftan. Þessir vinklar voru innan í gömlu bitunum, en komu ekki með þeim nýju, líklega vegna þess að þeir nýju voru ætlaðir í styttri og burðarminni gerð af svona bíl. Þeir voru pantaðir í staðin fyrir bitana sem áttu að vera því að þeir réttu fengust ekki lengur. Þessir styttri bitar voru svo notaðir til að gera við bitana í bílnum og síðan var þessum styrkingum bætt í þá eftirá.

Hér er búið að gera grindarbitann kláran til að sjóða vinklana í.

Búið að sníða þetta til passandi í bílinn og klemma þetta fast á sinn stað, tilbúið fyrir suðu.

Og hér er búið að sjóða vinklana fasta á sinn stað.

Hér er búið að sníða úr pappa skapalón og beygja eftir þeim og smíða grindarenda sem þurfti að skipta um og laga á þrem stöðum í bílnum. Þegar þetta er gert að gott að nota stífan og sléttan pappa og hér er kassi utan af loftsíu notaður í þetta.

Hér er búið að gera við einn af þessum grindarendum framan við vinstra afturhjól.

 

Uppfærsla 16.3.2017

Þetta leit heillegt út, en innan í þessu var alveg kransakaka af ryðdrullu og því ekkert annað en að kveða upp úrskurð.

Svona lítur semsagt „úrskurður“ út. Búið að skera í burt allt sem er ryðgað.

Og hér er búið að gera við ytra stykkið og bara eftir að setja bitann í á sinn stað.

Hér er búið að sjóða bitann í.

Og hér er örlítið annað sjónarhorn.

Uppfærsla 17.7.2017

Hér er viðgerð á vinstri brettaboganum að aftan hafinn. Búið er að koma fyrir viðgerðarstykki.

Hér er búið að sjóða viðgerðarstykkið í bílinn.

Þarna er verið að vinna í að koma aftari hlutanum af sílsinum í fyrir aftan hjólbogann.

Þarna er búið að fullsjóða þetta stykki í.

Þarna er búið að festa viðgerðarstykki í sílsinn fyrir framan hjólboga.

Og enn og aftur búið að klára að sjóða. Þar með kláraðist viðgerðin á þessu bretti.....

....... og ekki annað um það að segja að þetta tókst einstaklega vel. Ég var mjög ánægður með árangurinn.

 

 

Þetta er staða verksins við síðustu uppfærslu. Meira síðar eftir því sem verkinu miðar áfram.

 

Áfram í næsta kafla

Til baka á forsíðu

 

Í upphafi

Yfirbygging

Sprautun

Vélbúnaður

Eitt og annað, innrétting

Samsetning

Saga

Að endingu

Síðast uppfærð 23.12.2016

 

© Einstakir bílar