Mercedes-Benz 308D árgerð 1990 gerður upp
Í upphafi
Þegar núverandi eigandi eignaðist bílinn var hann mjög heill, en hann var orðinn ljótur, svolítið ryðbólóttur og mikið upplitaður. Samt var ljóst að hann hafði varðveist ótrúlega vel þrátt fyrir að vera tæplega 25 ára og hafa staðið töluvert utandyra, en hann hafði þá ekki verið á skrá í dálítinn tíma. Fyrstu eigendur bílsins, sem átt höfðu hann fyrstu tæp 8 ár höfðu farið mjög vel með hann og sá sem tók við reyndi líka að passa vel upp á hann, en svo hafði hann farið á eitthvað flakk sem gerði það að verkum að hann náði að daprast aðeins, en samt ekki þannig að hann væri orðin ónýtur. Bíllinn var aðeins ekinn rúmlega 200.000 kílómetra og þar af leiðandi var hann vel ökufær og virtist alls ekki vera mjög slitinn af mikilli eða slæmri notkun. Hann var mjög ljúfur í akstri og sýnilega ekki neitt jaskaður. Þetta var rétti bíllinn til að bjarga.

Við undirritun kaupsamnings 7. júni 2014 Svona leit bíllinn út þegar hann var keyptur. Verulega mattur og ansi ryðbólóttur.

Hann var samt heillegur og til að mynda voru hliðar alveg rennisléttar og fínar og toppur óbeyglaður.

Ljóst var í upphafi að uppgerð bílsins myndi ekki hefjast alveg strax og því var ákveðið að taka svona snöggsnyrtingu á bílnum til að hann liti betur út og gæti verið umferðar og rólfær fram að uppgerð. Hér er búið að massa lakkið og bletta í verstu ryðskellurnar, setja á hann Benz hjólkoppa, í stað Subaru koppanna sem voru á honum, og þrífa hann hraustlega.

Það er töluverð vinna að massa svona stórann bíl. Það fór alveg heill dagur í þetta þó þetta ætti að vera svona snögghreinsun.

En munurinn var alveg augljós og vinnunnar virði.

Og hér er hann nýmassaður og strax farinn að líta betur út.

Það var semsagt hægt að láta sjá sig á honum svona. Það var klárlega ekki hægt áður.

Núna leit bíllinn alls ekki illa út.... ja allavega nógu vel... til að líta vel út á mynd. HEHE

Fyrirsæta ;)

Á þessum tímapúnkti var nú samt verkefnið farið að verða spennandi viðfangsefni

Á hægra afturbretti var gamalt tjón sem þurfti að sýna athygli.

Heillegur að innan, en þó var áklæði á sætum dálítið skemmt og skítugt.

Upprunalega var þil í bílnum með renniglugga, en það var búið að taka það úr. Glugginn fannst til sölu á þýska ebay og var hann umsvifalaust keyptur, en til stendur á þessum tímapúnkti að setja aftur þil í bílinn.

Eins og venjulegur gamall sendibíll að inna. Það vissulega sér á hinu og þessu eftir hinar ýmsu vöruveltur um rýmið.

Hér er semsagt búið að aka bílnum inn á verkstæði og verið að hefja uppgerðina. Hér er verið að byrja á að rífa bílinn allan í sundur og uppgerðin formlega hafin. Myndin er tekin 8. apríl 2016
Þessum kafla er lokið
Áfram í næsta kafla
Til baka á forsíðu
|