Mercedes-Benz 250 árgerð 1970

Þessi bíll var lengi í geymslu hjá Fornbílaklúbbnum að Esjumelum er undirrituðum var boðinn hann til kaups. Þennan bíl átti Björn Hallgrímsson nýjan, en hann seldi Sæmundi Pálssyni, betur þekktum sem Sæma Rokk bílinn. Á árinu 1978 eru tveir skammtímaeigendur af bílnum allt þar til Guðjón Ólafsson flugmaður kaupir bílinn síðla þess árs. Hann átti bílinn í tæp 28 ár þar til hann selur undirrituðum bílinn í september 2006. Bíllinn hafði þá verið hjá Fornbílaklúbbnum í 16 ár.

Þessi bíll er mjög heill og ber merki þess að eitthventíman hafi verið farið þokkalega með hann. Hann er mé óskemmdri leðurinnréttingu og það er margt gott við bílinn, það er til að minda alveg dásamlega gaman að keyra bílinn og hann virðist mjög lítið slitinn.. Það þarf nú samt að klappa honum ögn aðallega þá á boddýinu. Best væri ef hann yrði tekinn og sprautaður.

Svona leit bíllinn út eftir áralanga geymslu hjá Fornbílaklúbbnum. Mikið hrikalega var rykið ógeðslegt á honum.

Svona er bílinn í dag. Vel ökufær og með fulla skoðun

Þarna má sjá ögn ryð í vinstra afturbrettinu á honum

Leðrið í bílnum er mjög gott og lítur frábærlega vel út.

Huggulegt mælaborð með svona hvítu stýri.

 

Þennan bíl seldi ég í september 2009.

Rúnar Sigurjónsson

s. 897-8597