Peugeot 205 CTI 1,9 árgerð 1992

Flestar mínar síður fjalla um uppgerð, endurbætur eða lagfæringar á eitthverjum bíl. Þessi síða er hinsvega þónokkuð öðruvísi því að í þetta sinn keypti ég bíl sem ekki þarf að gera upp.

Það hefur alltaf svolítið blundað í mér sá æskudraumur að eignast aftur VW Golf II GTI eða jafnvel Peugeot 205 GTI, en mig langaði alltaf í svoleiðis bíl hér í gamla daga. Ég var því alltaf öðru hvoru að skoða svona bíla til sölu á netinu og að fylgjast með bílum sem voru til sölu.

Vinur minn hann Guðmundur Óli Hrafnkelsson flutti þennan bíl inn frá Þýskalandi í árslok 2016 og ætlaði sér að eiga bílinn sjálfur. Eins og oft gerist hjá Gumma ákvað hann þó að selja bílinn og setti hann út á bílasölu. Þar stóð hann nokkuð lengi og mig langaði alltaf svolítið í bílinn og fór nokkrar ferðir að skoða hann, en hristi alltaf hausinn og hugsaði ,,Rúnar NEI". Gummi vissi af þessu og stráði öðru hvoru salti í sárinn með því að ýta á mig með að kaupa af sér bílinn. Ég neitaði alltaf og lét sem ég tímdi því bara alls ekki. Svo kom sólinn og meiri sól og aftur sól og sumar og þá fór að verða smá spenna fyrir því að eignast í fyrsta skipti á ævinni blæjubíl, svo ég lét undan þrýstingi og við náðum saman um verð sem varð til þess að ég keypti ,,Urrandi Baquet Tjaldbakinn" af honum Gumma sumarið 2017 og sé ekki eftir því. Þetta er í grunninn sami bíll 1,9 GTI, nema af því að hann er blæjubíll heitir hann CTI. Þetta er urrandi skemmtilegur bíll að keyra og alveg fáránlega heill og góður. Alltaf má þó kanski gera gott betra, en á heildina litið er bíllinn þannig að raunverulega þarf ekkert að gera fyrir hann nema kanski fínisera eitthver alger smáatriði. Hér á eftir sjáum við aðalega myndir sem tala sínu máli því það er eiginlega ekkert meira um þennan stórmerkilega bíl að segja annað en það sem fyrir augu ber.

 

Eigandi er Einstakir bílar, bílasafn Rúnars Sigurjónssonar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á leiðinni í vetrardvala haustið 2017. Sjámust næsta vor.

 

Kveðja

Rúnar Sigurjónsson