Yfirbygging

 

Þessi bíll var mjög heillegur þegar byrjað var á uppgerð hans. Búið var að vinna samt nokkuð í yfirbyggingu bílsins og það átti nú eftir að koma í ljós hvernig sú vinna var unnin.

Svona leit bíllinn út er byrjað var á honum.

Hérna er bíllinn kominn inn í skúr og farið að skoða hann.

Hér er búið að taka frambrettið af.

Hér var búið að "ryðverja" með koppafeiti. Tekið skal fram að koppafeiti er ein afleiddasta ryðvörn sem til er. Þetta er fyrst og fremst smurefni og alls ekki hannað með þessa notkun í huga. Venjuleg koppafeiti getur til að mynda haldið vel í sér raka og selltu og því er hún oft að gera illt verra en ekki neitt efni. Þetta er því miður mjög útbreiddur miskilningur að koppafeiti sé eitthvert undraefni til að ryðverja með.

Gumsið farið og undir var það sem grunur lék á. Ryð!

Þarna var líka búið að fúska eitthvað við kantinn. Rétt var að skoða þetta ögn betur.

Jájá. Þarna var sko búið að drullumeika yfir ryðið. Þarna var eitthver grófsnittaður "ryðbætari" á ferð.

Hér er búið að skera skemmdarverkið í burt og meiningin er að forma þennan vinkil þarna í.

Þá er búið að sjóða vinkilinn í.

Hérna er verið að smíða vasa sem eru fyrir boddýrærnar sem brettið skrúfast í. Þetta var töluvert dund.

Þarna var líka búið að "svæsa" eitthverja bót í bílinn.

Þarna er búið að saga kantinn af.

Og búið að sjóða innri hlutann við, sem í raun er hluti af framstykkinu.

Það var búið að skemma formið á þessu þarna og til að vita hvernig þetta átti að vera varð ég að komast í annan bíl til að búa til skapalón af endanum á brettinu. Hér má sjá skapalónið.

Þarna er svo búið að sjóða saman allan kantinn og þetta þvi orðið klárt.

Hérna er annað sjónarhorn. Takið eftir vösunum sem talað var um hér að ofan. Aftast má sjá einn orginal og svo framar hina sem voru smíðaðir.

Hinumegin tók ekki betra við. Sá "grófsnittaði" hafði líka verið þar.

 

 

Uppfærsla 23. apríl 2007

Frambittinn var orðinn lélegur og það var líka búið að vera að drullumixa eitthvað í hann. Það var því bara pantaður nýr svoeliðis og hér er verið að taka þann gamla í burtu.

Þegar bíllinn var á sínum tíma sandblásinn er hann var i eigu fyrri eiganda, hafa þeir sem voru að vinna í bílnum fyrir hann eitthvað ættlað að spara sér vinnuna og tóku ekki bílinn nægilega í sundur til að blása allt sem blása þurfti. Hér varð að rífa meira og gera þetta betur.

Þarna voru líka eitthverjar lufsur af tjörumottum á gólfunum.

Þegar farið var að skafa þær í burtu kom í ljós ryð undir þeim. Ekki var það alvarlegt, en það þurfti að hreinsa það.

"Spaghetti !" Nei ekki alveg, en þarna er rafkerfið að verða komið úr

Tómlegur vélasalurinn þegar rafkerfið og nánast allt nema vélin er farið.

Jáhá... Suðusnillingu á ferð. HAHAHA. Þetta þarna uppi er rosalegt. Til hvers og hvers vegna spyr maður sig. Á svona fólk ekki bara að láta ökutæki gersamlega í friði. Svona suða heldur engu og gerir ekkert gagn.

Svona bótasaumur er mér ekki að skapi. Svona ofánásteiktar bætur er ekki viðgerð. Þetta er bara skítaredding. Þetta þarf að saga í burt og breyta þessu. Það þarf að sjóða bæturnar í gólfið og punktsjóða þær svo við sílsinn eins og þetta var í upphafi. Það er það eina sem telst fullnaðarviðgerð og eina sem í raun vit er í að gera.

Uppfærsla 13. ágúst 2007

Nú hef ég ekki gert nokkuð í bílnum í svolítin tíma vegna annríkis í sumar. Hér eru hinsvega nokkrar myndir sem teknar voru áður en verkefnið ágæta "fór í sumarfrí" ef svo mætti að orði komast. Von mín er að geta haldið áfram í þessu er það fer að hausta.

Hérna að ofan sáum við mynd af þessari aðgerð á innra brettinu. Tekin var ákvörðun um að fá hluta af þessu bretti nýtt og taka þetta af.

Þarna er svo búið að flaka þennan hluta af.

Oggulítið þarf nú stundum að taka til í kringum svona verkefni. Bíllinn var því ögn stund dreginn út í sólina á meðan óreglulegri afstöðu milli hluta var breytt í ögn reglulegri.... HEHEHE

Eitthvað var þetta skáldlega útlítandi. Þetta langaði mig að skoða betur .

"Opnettaþá" og AAAAAAARG! Íslenskt fúsk!!! Upp með stóru sögina.

"Boreing job!!" Nei nei ekki svo. Þarna er verið að bora púnkta í gólfinu undir aftursætinu. Þetta varð að gera til að geta lyft gólfinu ögn til að geta tekið bitann á viðunandi hátt úr sem við sáum á myndinni fyrir ofan þessa. Einnig var fyrst að þess þurfti gott að komast að því að hreinsa ryð og drullu af þessari gólfplötu að neðan og eiga kost á að sandblása bitana sem þarna eru undir að innan..

Þarna er búið að bora alla púnktana og lyfta plötunni upp.

Þarna er svo bitinn á leið úr bílnum. Það sorglega er að þessi biti var nýr. Hann var hinsvegar svo illa fúskaður í bílinn að það var búið að eyðileggja þetta nýja stykki með því að drullumixa það svona í bílinn.

Og hér má sjá tómlegt bitastæðið.

Og þarna er mynd innan úr bílnum af bitaendanum. Gólfplatan farin úr líka.

Svona var bílnum stillt upp á fullt af stoðum og stífum áður en að hann var sagaður í sundur til að halda honum rétuum saman á meðan.

Þetta er svo agnarlítill stafli af nýjum boddíhlutum sem þurfti að kaupa til að laga fúskið eftir grófsnittaða ryðbætingarmenn.

Hérna er lúinn gafl......

....... gott var að hann fylgdi nýr með þegar ég keypti bílinn.

Uppfærsla 23. júlí 2009....

Svona leit nú verkefnið út í júní 2009, en á því hafði verið gert kanski full langt hlé, eða rúm 2 ár... Er ekki rétt að fara að æsa upp í að gera eitthvað í þessum ósköpum ef þetta á eitthverntíma að klárast.

Já það var rétt að hefjast handa þar sem frá var horfið við afturgrindarbitan vinstra megin. Eftir að hafa klárað að ná honum úr er þarna búið að koma fyrir nýjum grindarbita sem ég fékk á ferð minni um Þýskaland haustið 2007.

Bitinn aftur

Og frá enn einu sjónarhorninu.

Myndir geta stundum verið ágætis gagnaöflun við uppgerð bíla. Hér er verið að nota mynd til að skjalfesta staðsetningu á festingu fyrir inngjöf í gólfi bílsins áður en hún er tekin úr. Mikið atriði er vissulega að þetta fari á réttan stað aftur.

Og hér er búið að taka gólfplötuna ásamt inngjafarpedalafestingunni úr. Sjáið ryðið innan í grindarbitanum. Það verður mjög gott að losna við það þegar að bíllinn verður sandblásinn með því að hafa þetta svona opið.

Enn einn úrskurðurinn. Hér er innri sílsinn á goðri leið með að verða kominn úr, en hann hafði verið gjöreyðilagður af fúskurum sem eitt sinn komust í ryðbætingu á þessum ágæta vagni.

Þarna er svo nýji sílsinn að verða kominn á sinn stað. Varahlutadeild Mercedes-Benz eru búnir að uppfæra þennan síls í hlut úr nýrri bíl og skaffa ekki lengur nákvæmlega eins síls og var í bílnum, heldur þennan í staðin. Því er lögun hans ekki eins fyrir sætið og áður var.....

Svona semsé var þetta og var brugðið á það ráð að breyta nýja stykkinu til að gera það rétt útlits og svo að það yrði eins báðu megin og færa einnig festinguna fyrir sætið sem vantar á nýja stykkið.

Hér er semsé búið að taka úr sílsinum fyrir stykki sem tekið var út þeim gamla til að breyta þessu. Jafnframt er búið að sjóða aðeins búta í stykkið til að stærðin á gatinu verði rétt.

Og ekki er annað að sjá en að stykkið úr gamla sílsinum passi fínt í þetta.

Og þá er búið að sjóða það í bílinn..

Og eftir langan ryðbætingardag og sílsaslagsmál er rétt að fara í BAÐ....!

Uppfærsla 7. ágúst 2009....

Jæja Lukka! Nú er komin Verslunarmannhelgi og þú átt að reka í burt gesti og gangandi svo að karlinn fái vinnufrið... !!!!!!!! Vofff! Urrrr! HEHE

Já enn eitt fúskið varð til þess að ég keypti báðar ytri hjólaskálarnar nýjar.

En það er ekki gott að skipta um þær. Mín niðurstaða var að sennilega væri ekki svo mikið mál að taka afturbrettin af, því að þegar búið væri að skera hjólskálina og gaflinn frá, sem líka átti að skipta um, að þá væri um 70% af festingunni á brettinu farin hvort eð er. Hér er því verið að hefjast handa við að klára að taka brettið af.

Þarna er því brettið að verða laust af bílnum

Brettið komið af bílnum v.m.

Þetta er semsagt ryðhrúðrið og viðbjóðurinn sem var á bakvið brettið.

Svo var vissulega tekið til við hitt brettið og ekki var betra ástandið þar á bakvið.

Er þetta ekki gullið tækifæri til að taka til í skottinu. HEHEHEHE!

Bíddu !!!! Átti að breyta þessu í "pick-up" eða "upptakara" á íslensku?

Jájájá.... Þetta er semsé bíllinn sem eitthverjir voru búnir að komast að niðurstöðu með að væri tilbúinn til sprautunar..... Eða var það ekki svo? Allavega var bíllinn fylligrunnaður að utan er ég fékk hann..... HUMM !!!!

 

LOKSINS...... Uppfærsla 11. desember 2012....

Hér er ekkert búið að vera að gerast í dágóðan tíma eða rúm þrjú ár annað en að boddýið hafði verið tekið og sandblásið og búið var að skipta um innra bretii v.m og setja stuðarabitann í bílinn. Hér hefst því seinnihálfleikur í þessari boddyvinnu og nú átti að reyna að klára þetta.

Þetta var semsagt komið á þetta stig þegar ákveðið var að halda svolítið áfram við þetta verkefni.

Búið að koma sér fyrir með bílalyftu og græjum. Nú var ekkert til fyrirstöðu að drífa þetta af stað og klára þetta göfuga verkefni.

Fyrst var að hefja einn úrskurðinn til að skipta um innri sílsinn hægra megin.

Ákveðið var að skipta ekki um allan sílsinn. var það m.a. gert til að missa ekki allan styrk úr yfirbyggingunni við að skera hann allan úr bílnum.

Hér er búið að máta sílsinn í og tilbúið að sjóða hann í bílinn.

Og. VOLLA... kominn í búið að sjóða hann fastan.

Þá er að fara að smíða aftasta tengi stykkið við sílsinn. þ.e.a.s stykkið sem tengir afturbytann við sílsinn framan við afturhjól, en það hafði verið drullumixað svo hrikalega að ég átti ekki til orð.

Það þurfti að máta þetta nokkrum sinnum í til að sníða það í.

Hér er að komast mynd á þetta.

Styttist í að það sé hægt að fara að sjóða þetta í bílinn.

Hér er semsagt stykkið fullsmíðað og ekkert því til fyrirstöða að setja það á sinn stað.

Hér er semsagt búið að sjóða þetta á sinn stað og lítur svona ljómandi vel út. Þetta heppnaðist vonum framar.

Hér þurfti að bæta neðan á dyrastafinn eftir að ryðbætingarsnillingurinn sem var síðast að vinna í þessum bíl var búinn að brenna hluta af honum í burtu og ekki búinn að setja neitt í staðinn. Þvílíka heimskan.

Hér er að verða komin plata í sílsinn og hann því að verða tilbúinn h.m.

Hér er verið að saga innri hjólaskálina að aftan úr til að skipta um hana.

Fengin var hjólaskál úr fjögura dyra bíl því hún var miklu ódýrari en í tveggja dyra. Innri skálin er nefnilega sú sama og þar sem ég átti þær ytri varð það miklu ódýrari lausn. Hér er verið að aðskylja helmingana til að skipta um hlutann sem sést til vinstir á myndinni.

Úrskurður... Tilbúið að að setja skálina í bílinn.

Skálin komin á sinn stað og hægt að fara að sjóða hana fasta.

Þessi biti er ónýtur. Allur klastraður úr og suður og ekkert vit annað en að setja nýjan bita í staðin.

Hér er búið að setja anýjan bita í bílinn.

Þá er hægt að fara að snú a sér að næsta áfanga. Hér er til dæmis veið að máta sílsinn v.m. í bílinn og ekki annað að sjá en hann passi akkúrat.

 

Framhald síðar.

 

Áfram í kafla um sprautun og undirvinnu sem kemur síðar

Hér er því best að fara: aftur á forsíðuna

 

Forsíða

© Rúnar Sigurjónsson

 

 

 

 

Mercedes-Benz klúbbur Íslands

  runar@doktorinn.is