Vél og drifbúnaður
Vélin
Þegar bifreiðin var keypt af undirrituðum var búið að gera upp vél og skiptingu og setja það í bílinn. Eftir eitthverja smá vinnu, eins og að skipta um bensín og olíu, var bílinn kominn í gang og gekk svona sæmilega, en samt ekki neitt sérstaklega vel ef út í það er farið. Svoleiðins var látið staðar numið í bili og bílinn settur þannig slarkgangfær í geymslu. Er bílinn var svo tekin heim til að hefja, eða réttara sagt ljúka á honum uppgerðinni að þá var fyrsta verk að prófa hvort ekki væri hægt að láta bílinn ganga betur. Með aðstoð afgasmælis og endurnýjunar á eitthverju í kveikju að þá var gangurinn orðinn mjög fínn og ljóst að ekkert þurfiti að gera fyrir vélbúnaðinn í bílnum annað en að stilla hann kanski ögn betur að öllu loknu. Því var bara að snúa sér að því að gera eitthvað annað.
Hér er mynd sem tekin var þegar verið var að skipta um olíu á vélinni fyrir gangsetningu. Sjá má að það er nú ekki mikil óhreynindi inni í vélinni.
Svona leit vélarsalurinn út er byrjað var að gera bílinn upp.
Ákveðið var að taka vélina úr bílnum til þess að geta málað allt ofan í vélarsal, yfirfara frambita o.fl. Til að taka hana úr með frambitanum eins og ætlast er til að sé gert þurfti að taka af henni hina stóru og miklu soggrein. Hér er hún farin af vélinni.
Og hér má sjá soggreinina og innspítingarspíssakerfið sem er ofan á henni.
Hér kemur framhald síðar....
Drifið
Uppfærsla 23. júlí 2009....
Afturdrifið þurfti náttúrulega allt að taka í gegn, sandblása íhluti, mála og skipta um eitt og annað eins og pakkdósir og hjólalegur. Hér er verið að byrja að rífa drifið.
Hérna er verið að mála eitthverja smáhluti úr bremsubúnaði.
Bremsuborðarnir voru nýálímdir í skálunum, en þeir voru þrifnir upp á bakinu með sandblæstri og grunnaðir og málaðir.
Uppfærsla 29. október 2009....
Hér er búið að sandblása og grunna lausa hluta úr drifinu, en hreinsað var af miðhlutanum með vírskífum og ryðsápu, því ekki mátti fara sandur inn í drifið. Ekki var ástæða til að taka drifið meira í sundur þar eð það virtist bara vera í fínu lagi og virtist sem að það væri búið að gera það upp áður.
Þarna er verið að setja drifið saman.
Loks er búið að setja drifið saman og þá er hægt að fara að mála það. Upphaflega voru víst drifin sett svona saman og máluð samansett áður en að þau voru sett í bílana. Því fannst mér það ekki verra að gera það svoleiðs og að mörgu leiti skil ég hvers vegna það var gert.
Málningin komin á
Og drifið tilbúið til að fara að setja á það borðana, skálarnar, stífurnar, bremsurörin, slöngurnar og handbremsubarkana. og gera það tilbúið.
Hér kemur framhald síðar....
Áfram í kafla um innréttingu
Forsíða
© Rúnar Sigurjónsson
|