Ýmislegt smálegt Hér eru svona ýmis atriði sem líka þurfti að gera.
Klæðning á Hvalbak Ekki er lengur hægt að fá klæðningu sem kemur framan á hvalbakinn í þessari gerð bíla og því varð að útbúa hana. Til þess að gera það sem best úr garði varð að ná þeirri gömlu af í sem heilustu pörtum og útbúa skapalón eftir því og hvalbaknum í bílnum.
Uppfærsla 23. júlí 2009.... Svo þegar búið er að útbúa skapalónið og máta það í bílinn er hægt að fara að myndast mið að nota það til að sníða klæðninguna. Og hér er þetta tilbúið til að fara að klippa þetta út. Og þá er þetta tilbúið þegar að því kemur að setja þetta í bílinn. Ýmsir smáhlutir Já það eru nokkur handtökin sem verða til við lagfæringu og uppgerð ýmissa smáhluta. Hér fyrir neðan má sjá nokkur myndræn dæmi um hluti sem þarf að þrífa upp, pússa, sandblása, mála, pólera eða eitthvað í þeim dúr til að þeir liti vel út og eða séu í lagi.
Hér kemur framhald síðar....
© Rúnar Sigurjónsson
|
|
---|
Mercedes-Benz klúbbur Íslands |
runar@doktorinn.is |
---|