Saga bílsins
Saga þessa bíls er ekki vel þekkt að öðru leiti en því að hann er fluttur til Ísland árið 1974 og er sagt að fyrsti eigandi hér á landi hafi verið Bragi nokkur eigandi Eden í Hveragerði. Ekki er vitað nákvæmlega hversu lengi hann var í eigu Braga, en árið 1975 er hann settur á númerið X1880 og bar hann það allt til ársins 1980 er hann er seldur Birgi Guðjónssyni um sumarið það ár. Síðla árs 1981 kaupir hinsvega Leó Eiríkur Löve þennan bíl. Hann notaði bílinn eiginlega ekki neitt, enda var hann ekki á skrá þegar hann kaupir hann. En svo var það líklegast rétt fyrir 1990 sem hann er allur tekinn í sundur til að gera hann upp og höfðu ýmsir aðilar verið komnir af stað í þeirri uppgerð er undirritaður kaupir hann af Leó í febrúar 2004.
Þeir sem hugsanlega vita eitthvað meira um sögu þessa bíls eru góðfúslega beðnir um að deila þeirri vitneskju með undirrituðum með því að senda póst á runar@doktorinn.is .
© Rúnar Sigurjónsson
|
|
---|
Mercedes-Benz klúbbur Íslands |
runar@doktorinn.is |
---|