Litapælingar.
Eitt það erfiðasta við að gera upp bíl er að ákveða hvernig hann á að vera á litinn, það er að segja ef upprunalegi liturinn fellur ekki strax að geði manns. Það getur tekið á að skoða litabækur, láta útbúa prufur og reyna að velta því fyrir sér hvernig bíllinn er fallegastur. Til að auðvelda svona hluti er oft gott að reyna að sjá aðra bíla til að átta sig á hvernig þeir koma út. Það er nú ekki gott með svona sjaldgæfa gripi eins og þennan hér þó vissulega gætu fjögurra dyra bílar gefið smá hugmynd, allavega með framsvipinn. Í þessu sambandi er oft ekki nóg að horfa á myndir þó að þær geti svosem gefið ákveðna hugmynd. Lýsing mynda og ytri aðstæður geta gert litinn öðruvísi en það sem augað sér í raun og veru. Ég varð hinsvegar þeirrar reynsku aðnjótandi að fara og skoða stæðstu fornbílasýningu í heimi sem haldin er ár hvert í Essen í Þýskalandi. Þar voru nokkrir svona bílar sem hægt var að átta sig á litnum á og tók ég vissulega nokkrar myndir til að villa um fyrir ykkur hinum. Hér fyrir neðan eru því nokkur litadæmi.
Bíllinn er í dag hvítur. Þetta er nokkuð vinarlegur litur og fer bílnum ágætlega. Hitt er svo annað að það er ekkert á hreinu hvaða hvíti litur þetta er, því það er búið að mála bílinn og getur hann allt eins verið eitthver litur bara svona valinn af handahófi. Þessi bíll gæti orðið nokkuð fallegur í lit svipuðum þessu.
--------------------------------------------------------------------------------------------
Kremhvítt (MB620)
Hér er hinsvegar sá hvíti litur sem algengastur var á þessum bílum. Þessi litur er allt of gulur og fer þessum bílum í raun bara hræðilega illa. Síðari árgerðir voru með lit sem var ögn hvítari og líkari litnum sem er á bílnum mínum. Því miður gafst mér ekki tækifæri til að sjá bíl í slíkum lit.
Hér er séð aftan á þennan kremhvíta
Og hér er annar bíll í þessum sama kremaða lit.
Niðurstaða mín er: Þetta er ekki fallegt. Það liggur við að það sé allt eins jafn gáfulegt að mála hann bara appelsínugulan eins og flokkabílarnir hjá Borginni hafa til fjölda ára verið á litinn. Liturinn þarf að vera miklu hvítari ef að bílinn á að vera hvítur. Samt eitthvað spurningarmerkislegt að hafa hann hvítan á litinn.
--------------------------------------------------------------------------------------------
Svart (MB 040)
Hér er svart. Þetta getur verið fallegur litur á mörgum bílum, en þessi bíll er að mínu mati engan vegin að bera það að vera svona á litinn. Bíllinn er kanski ágætur að framan, en verður hálf kauðslegar aftan á að horfa svona á litinn.Það er ekki alltaf sem tveggja dyra bílar bera það að vera svartir og þetta boddy er eitt af þeim. Vera má að eitthverjum þyki þetta flott, en flestir hinir sömu eru nú á því máli að þetta sé ekki eini fallegi liturinn á þessum bílum, heldur bara einn af þeim sem eru fallegir.
Niðurstaða mín: Þetta er ekki fallegt. Fer bínum ekki. Bíllinn mun ég alls ekki hafa svona á litinn.
--------------------------------------------------------------------------------------------
Silfurgrátt (MB180)
Þetta kom mér svakalega á óvart. Ég hélt satt að segja að þessi litur færi þessum bílum engan vegin, en annað kom á daginn. Í raun og veru má segja að þetta sé allt öðru vísi en á myndinni. Að horfa á bílinn sjálfan er mjög flott og ég satt að segja stóð undrandi yfir því hvað mér fannst þetta góður litur á svona bíl
Niðurstaða mín: Þetta er laglegur litur. Mér fannst virkilega að það kæmi til greina að velja þennan lit.
--------------------------------------------------------------------------------------------
Fjólurautt (MB513)
Þessi bíll var svakalega flottur. Ég stóð dolfallinn og horfði á þetta. Liturinn á þessum bíl var unnin upp úr gömlum lit sem heitir Violetrot og er með litanúmerið 513. Á þessum bíl var að vísu búið að gera litinn sanseraðan og það var svona eitthvað sem ég lagði smá spurningarmerki við. Það var fallegt, en það var samt eitthvað of glamorslegt við það. Liturinn virtist hinsvegar fara bílnum svakalega vel og þetta var eitthvað sem var alveg að gera sig. Ferðafélagar mínir voru nú líka á sama máli og höfðu orð á glæsileika þessa bíls.
Hér er aftursvipurinn
Og ekki spillti fyrir að innréttingin var glæsileg. Svona langar mig að hafa viðinn í bílnum á litinn, en leðrið og teppin svolítið brúnni en þarna er. Liturinn sem ég myndi vilja á innréttinguna í bílnum mínu er hinn svokallaði Cognac eða þessi hér.
Mín niðurstaða: Þetta er flottasti liturinn sem ég hef séð á svona bíl. Þetta væri litur sem ég gæti vel hugsað mér að nota á bílinn.
--------------------------------------------------------------------------------------------
--------------------------------------------------------------------------------------------
Við komum að uppgerðinni síðar.
Kveðja
Rúnar Sigurjónsson