Chevrolet Independence 5-Window Coupe árgerð 1931
Í meira er 20 ár hafði mig langað að kaupa mér bíl sem væri svona "early 30's" og það þá helst bíl frá GM. Þegar ég hafði safnað mér nægu fé til að láta þetta verða að veruleika setti ég mig í samband við fyrrverandi eiganda af þessum bíl, Braga Guðmundsson, en hann hafði flutt Chevroletinn inn árið 2008 og gert hann upp. Tilgangurinn var að fá að skoða bílinn hans í nærmynd og átta sig á hvort þetta væri ekki örugglega eitthvað sem mig langaði í að kaupa svona bíl áður en ég færi að flytja inn svona bíl vitandi í raun ekkert um svona ökutæki annað en það sem myndir gátu sagt mér. Niðurstaðan af þeirri ferð í skúrinn til Braga varð að hann bauð mér að fyrra bragði að kaupa af sér bílinn og eftir að við höfðum náð saman með verðið á honum keypti ég af honum bílinn í desember 2014 og tók þar með við að varðveita þennan aldna vagn.
Þetta er gripurinn eins og hann lítur út í apríl 2015, en hann var ekki svona þegar ég fékk hann. Hann var einlitur svartur.
Svona leit bíllinn út þegar ég skoðaði hann fyrst.
Og svona var hann að innan.
Og vélin í honum var öll uppgerð og fín ásamt öllu öðru í bílnum sem var mjög vel gert.
Svona var hann þegar ég tók við honum hjá Braga eftir að hafa undirritað kaupsamninginn.
Það var harðavetur í miðjum desember 2014 þegar ég sótti bílinn.
Það þurfti bílaflutningabíl til að flytja hann vegna hálku og snjóa. Hér stendur Bragi við hlið bílsins við afhendingu hans.
Hér er hann kominn inn á verkstæðið mitt og búið að setja á hann númerið sem ég valdi á hann, RE. 31, í stað þess sem var á honum..
Ég var strax staðráðin í að gefa bílnum ögn líflegri lit en svart og hér er verið að bera við bílinn litaprufu af rauðum lit sem ég var að spá í að setja á bílinn.
Og hér er byrjað að taka bílinn í sundur fyrir sprautun.
Vinna við að matta niður þá fleti sem átti að mála hafin.
Alveg að verða tilbúinn til sprautunar.
Í sprautun.
Kominn út úr klefanum og tilbúinn til að setja hann saman.
Lausu hlutirninr tilbúnir.
Búið að setja lausu hlutina á og tilbúinn til að klára endanlega samsetningu.
Hér er búið að setja hann alveg saman og bíllinn tilbúinn eftir breytinguna.
Gylltu rendurnar komnar á bílinn.
Smá nákvæmnisárátta. Keyptir voru nýir koppar með réttu merki á bílinn.
Og hér er bíllinn tilbúinn til sýnis í félagsheimili Krúser að Höfðabakka í janúar 2015.
Fyrsta sólaglætan að eitthverju viti rétt fyrir páska 2015 og gamli kominn út í sólina í enn einn bíltúrinn, en nokkrum sinnum var búið að fara í eitthverjar ökuferðir, en alltaf í vondu veðri.
Í vorsólinni í Elliðaárdalnum
Mynd tekin í safninu í Árbæ sumarið 2016
Vonandi koma fleiri myndir síðar
Rúnar Sigurjónsson