Mercedes-Benz 1413 árgerð 1964 gerður upp
Samsetning
Eins og fram hefur komið á fyrri síðum er uppgerð bílsins formlega ekki byrjuð. Það var hinsvegar ákveðið að gera bílinn skoðunarfæran og setja hann á númer, enda miklu auðveldara að færa á milli staða svona stóran bíl ef hann keyrir fyrir eigin vélarafli og er á númerum, fyrir utan að þá má hann standa miklu víðar en ef hann væri ekki á númerum.

Skoðunarstöð Frumherja í Klettagörðum. Bíllinn fékk skoðun með eina litla ábendingu.

Og honum var valið skráningarnúmer sem mér fannst hæfa honum. Sumir hafa sagt að þetta númer eigi ekki að vera á vörubíl, því eigandi þess var í eina tíð Bifreiðastöð Steindórs, og númerið var því á leigubílum. Sumir kalla það sögufölsun að setja það á þennan bíl. En mér þokkalega slétt sama hvað hverjum finnst. Þetta númer var bara laust og mér er alveg sama hvar það var og á hvernig bílum það var í gamla daga. Þetta númer er á þessum bíl í dag og þar við situr.

Hjólbarðar bílsins voru allir alveg gersamlega ónýtir. Ég fékk ný dekk á hann í Hollandi og hér er verið að fara að skipta.

Nýtt dekk komið undir hann að framan.

Gömlu dekkin. Og ég lýg því ekki þegar ég segi að ég átti það til að taka sveig framhjá afturdekkjunum þar sem bíllinn stóð á þessu fúablöðrum. Mér leist ekki betur á dekkin en svo að það gæti bara fokið út úr þeim á hverri stundu og vissara að vera ekki fyrir ef það myndi allt í einu gerast.

Fyrsta sinn sem þessi bíll kom fyrir utan heima hjá mér. Nýskoðaður og á nýjum dekkjum.
Framhald síðar
Áfram á næstu síðu.
Til baka á forsíðu
|