Mercedes-Benz 1413 árgerð 1964 gerður upp

Eitt og annað sem og innrétting

 

Varahlutir

Við upphaf hverrar uppgerðar er mikilvægt að yfirfara bílinn með tilliti til þess hvað vanti í bílinn til að gera hann upp og gera áætlanir um að útvega þá hluti. Þá er mjög mikilvægt að komast yfir partabók eða eitthverjar partamyndir af bílnum til að geta gert innkaupalista og skipulagt hvaða hluti á að kaupa, hvar á að kaupa þá og ekki sýst að merkja við það hvaða hluti er búið að kaupa eða útvega. Jafnframt er gott að nota bókina til að flokka hlutina sem teknir eru úr bílnum í kassa er hann er tekinn í sundur og þá merkja við hvað á eftir að gera upp og hvaða hluti er búið að gera upp.

Svona myndir hjálpa mikið til við að skipuleggja, gera áætlanir og útbúa innkaupalista fyrir íhluti og varahluti.

Hér er orginal partabók notuð samhliða útprentun úr rafrænu partakerfi Mercedes-Benz til að skipuleggja innkaup.

Merkt er við með gulu þegar hlutur er pantaður, grænu þegar hann er kominn, en rauður litur táknar að varahluturinn fáist ekki lengur. Þá þarf að fara í að leita að viðkomandi hlut eða finna út hvað er hægt að gera í málinu, gera hlutinn upp eða finna eitthverja leið til að smíða hann. Oft er samt eBay og Google góð hjálp til að finna sjaldgæfa og illfáanlega varahluti. Þá er mjög gott að geta leitað eftir orginal vörunúmeri á hlutnum og oft hef ég fundið hluti með slíkri leit.

Þegar maður svo finnur til sölu varahluti sem vantar, er gott að tryggja sér án tafar það sem til er, sérstaklega ef að verðið á hlutnum er ásættanlegt. Það er mikilvægt vegna þess að hlutir sem eru til í dag er alls ekki öruggt að séu til á morgun. Ég hef lennt í því sjálfur að ætla að panta eitthvað sem vantar ,,eitthverntíman seinna" og þá er það ekki lengur til og jafnvel fæst ekki lengur. Gott er að velja sem mest upprunalega hluti eða frá upprunalegum framleiðendum, eftir því sem það er hægt ef það á að gera bílinn upp sem upprunalegastann. Þetta á vissulega ekki alltaf við, t.d. ef menn ætla að gera breytingar á bílnum frá upprunalegri smíð hans, en í þessum bíl er verið að stefna á sem upprunalegastan bíl og því er leitað að hlutum sem eru sem mest orginal. Á myndinni hér fyrir ofan má sjá svolítið sýnishorn af hlutum sem búið er að tryggja sér fyrir uppgerðina. Á myndinni má sjá þrjá hluti sem ég náði að fá, en eru þeir síðustu sem voru í boði. Það eru grá lokið, þurrkuarmurinn og þurrkublaðið. Sem dæmi með þessi lok að þá var lokið hægra megin ekki lengur til, en það voru til tvö svona vinstir og því var ákveðið að panta þau bæði og breyta svo öðru lokinu til að það passaði á hægri hliðina. Sú breyting gekk mjög vel og því eru núna til ný lok á báðar hliðar bílsins.

 

Framhald og meiri ummfjöllun síðar.

 

Áfram á næstu síðu.

 

Til baka á forsíðu

 

Í upphafi

Yfirbygging

Sprautun

Vélbúnaður

Eitt og annað, innrétting

Samsetning

Saga

Að endingu

Síðast uppfærð 08.03.2018

 

© Einstakir bílar