Mercedes-Benz 1413 árgerð 1964 gerður upp

Í upphafi

Þann 11. janúar 2018 tók ég ákvörðun um að aumka mig yfir þennan gamla vörubíl til að hann endaði ekki í glapkistunni, en hann stefndi í að fá litla framtíðamöguleika er hann hafði verið auglýstur til sölu í nokkurn tíma án þess að honum væri sýndur sá áhugi sem hann þurfti. Þetta var heillegur bíll, enda hafði hann alið stórann hluta ævi sinnar innandyra sem slökkvibíll. Ég ákvað því að kaupa hann til að bjarga honum og gera eitthvað sniðugt úr honum.

Rúnar Sigurjónsson

Þessi mynd fylgdi með auglýsingunni. Bíllinn stóð upp á Ártúnshöfða og ég fór að skoða hann í kolniðamyrkri og hann var svo fluttur til mín í snarvitlausu veðri líka þannig að ekki eru til myndir af bílnum eins og hann stóð þegar ég kaupi hann eða flutningaferlinu og því þegar hann var sóttur.

Eftir komuna til mín var þetta það sem blasti við. Heillegur bíll, en þarfnaðist töluverðrar athyggli.

Grindin var mjög heil og góð. Eingöng var um að ræða yfirborðsryð.

Sanblástur og málun með smá undirvinnu, snyrtingu og yfirferð er sýnilega það sem lagar þetta upp á tíu.

Ekkert svo hræðilegur að innan. Svolítið þó subbulega pensilmálað mælaborð, en það stendur hvort eð er til að mála þetta allt upp á nýtt svo það skiptir kasnki litlu máli í stóra samhenginu.

Það má meira að segja gera við sætin og nota aftur.

Smá ryð í gluggastykkinu, en annar heillegt.

Hurðaspjöldin eru hinsvegar svo að segja alveg gerónýt, og fást ekki lengur. Það verður eitthvað föndur að laga þetta. Eins og sjá má að þá var hurðarstrekkjarinn brotinn og það reyndar beggja megin og hurðirnar vor því búnað að sópa þessum illfáanlegu og ákafleag sérstöku stefnuljósum af brettunum. Það var smá krísa að leysa þetta.

 

Framhald síðar

Áfram á næstu síðu umfjöllunarinnar

 

Til baka á forsíðu

 

Í upphafi

Yfirbygging

Sprautun

Vélbúnaður

Eitt og annað, innrétting

Samsetning

Saga

Að endingu

Síðast uppfærð 23.12.2016

 

© Einstakir bílar