Velkominn á heimasíðu Einstakra bíla, bílasafns Rúnars Sigurjónssonar.
Ég er búsettur í Reykjavík, fæddur á því herrans ári 1972 og ég er vélvirki að mennt. Ég starfa sem vélsmiður hjá Víkurvögnum, en rek einnig mitt eigið bílaverkstæði og varahlutaverslu og hef um árabil verið mikill áhugamaður um gamla bíla og þá einkum Mercedes Benz fornbíla, enda flestir mínir fornbílar þeirrar tegundar. En ég á einnig í fórum mínum þrjá bíla sem ekki heita Benz. Einn mjög gamlan Chevrolet vegna áhuga míns á 1930's tímabilinu í bílaframleiðslu og sumarið 2017 lét ég svo gamlan æskudraum rætast um að eignast Peugeot 205 GTI. Ég eignaðist að vísu blæjuútgáfuna 205 CTI 1,9 þegar loks varð að því að þessi draumur yrði að veruleika. Enn eldri dreumur að eignast gamlan Mini varð svo að veruleika sumarið 2020 er ég fékk það hlutverk að bjarga einum slíkum sem þurfti á athyggli að halda.
Þessi síða er yfirlit yfir þá fornbíla sem eru í minni eigu, en til að fræðast betur um einstök ökutæki getið þið smellt á mynd af viðkomandi bíl þar sem nánari umfjöllun hefur verið útbúin. Til að forðast allan misskilning er bifreiðunum er raðað í árgerðaröð en ekki eftir eigin vinsældavali.
Sá sem hélt því fram að konur væru frekar þjáðar af jánskoti en karlar hefur augljóslega ekki enn kynnst fornbílaáhugamanni, svo ef þú hefur ekkert gaman af bílum getur þú lokað þessari síðu strax. Við ykkur hina segi ég.....
....Góða skemmtun .
Chevrolet Independence 5-Window Coupé árgerð 1931
Umfjöllun með því að smella á mynd
Mercedes Benz 220S Coupé árgerð 1957 (Gamli Coupeinn)
Umfjöllun með því að smella á mynd
Mercedes-Benz 220SE Coupé árgerð 1963 (Yngri Coupeinn)
Umfjöllun með því að smella á mynd
Mercedes-Benz 1413 árgerð 1964 (Kúlunebbinn)
Umfjöllun með því að smella á mynd
Leyland Mini árgerð 1973
Umfjöllun með því að smella á mynd
Mercedes-Benz 500SE árgerð 1986. Umfjöllun kemur síðar.
Mercedes-Benz 308D árgerð 1990
Umfjöllun með því að smella á mynd
Mercedes-Benz 817L árgerð 1991
Umfjöllun með því að smella á mynd
Peugeot 205 CTI 1,9 blæjubíll. (Urrandi Baquet tjaldbakurinn)
Umfjöllun með því að smella á mynd
Bílar sem ég hef áður átt
Já suma bíla sem ég hef átt er ég búinn að selja.
Með því að smella á eina af myndunum hér fyrir neðan kemst þú áfram inn á síðu sem sýnir merkilega bíla sem eitthverntíman hafa verið í minni eigu.
Með þökk fyrir að skoða síðuna mína
Rúnar Sigurjónsson